Erlent

Skotárás við kanadíska þinghúsið

Atli Ísleifsson skrifar
Hermaður sem stóð vörð við minnisvarða fyrir framan þinghúsið særðist í árásinni.
Hermaður sem stóð vörð við minnisvarða fyrir framan þinghúsið særðist í árásinni. Vísir/AFP

Maður hóf skothríð við minnisvarða fyrir framan kanadíska þingið í Ottawa fyrr í morgun.



Í frétt BBC segir að sjónarvottar hafi séð mann hlaupa inn í stjórnarbyggingu þar sem hann skaut fleiri skotum innandyra.



Kanadískir fjölmiðlar hafa greint frá því að hermaður sem stóð vörð við minnisvarðann fyrir framan þinghúsið hafi særst í árásinni.



Lögregla hefur staðfest að árásarmaður hafi verið skotinn til bana. Fréttir herma að fleiri skotum hafi verið hleypt af eftir að sá var skotinn til bana sem þykir renna stoðum undir að um fleiri en einn árásarmann hafi verið að ræða.



Þingmaðurinn Tony Clement greinir frá því á Twitter að minnsta kosti þrjátíu skotum hafi verið hleypt af.



Kanada hækkaði viðbúnaðarstig vegna mögulegrar hryðjuverkaárásar úr „lágu“ í „miðlungs“ í gær, vegna aukningar netskilaboða frá liðsmönnum öfgahópa á borð við al-Qaeda og ISIS. Ekki er ljóst hvort sú ákvörðun tengist árásinni.



Að sögn fjölmiðla er forsætisráðherrann Stephen Harper óhultur og hefur yfirgefið þinghúsið.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×