FIMMTUDAGUR 23. MARS NÝJAST 07:18

Landsbankinn greiđir 24,8 milljarđa í arđ til eigenda

VIĐSKIPTI

Skotárás í skóla í franska bćnum Grasse

 
Erlent
12:31 16. MARS 2017
Lögregla ađ störfum í Grasse.
Lögregla ađ störfum í Grasse. VÍSIR/GETTY

Þrír særðust í skotárás í skóla í franska bænum Grasse í suðausturhluta Frakklands um hádegi.

BFMTV greinir frá því að maður vopnaður nokkrum skotvopnum hafi ruðst inn í Tocqueville-skólann , skotið að skólastjóranum og sært tvo til viðbótar. Að sögn Le Figaro er enginn í lífshættu.

AFP segir frá því að einn hafi verið handtekinn og er mögulegt að annar árásarmaður hafi lagst á flótta. Hans er leitað. Nice Matin hefur eftir heimildarmönnum sínum að tveir nemendur við skólann hafi skotið að fólkinu. Hinn handtekni er sautján ára gamall.


Viđvörun franskra yfirvalda um árásina í Grasse.
Viđvörun franskra yfirvalda um árásina í Grasse. VÍSIR/AFP

Í frétt Sky kemur fram að talið er að árásarmennirnir hafi ætlað sér að skjóta samnemenda og að skólastjórinn hafi særst þegar hann reyndi að skerast í leikinn. Aðrir fjölmiðlar segja að skólastjórinn hafi verið skotmarkið.

Hinn handtekni á að hafa verið vopnaður riffli, tveimur skammbyssum og tveimur handsprengjum.

Frönsk yfirvöld sendi út viðvörun um árás í smáforriti sínu. Búið er að auka öryggisgæslu í öðrum skólum í Grasse og er fólk hvatt til að halda sig innandyra.

Talsmaður lögreglu segir enn of snemmt að segja til um hvort um hryðjuverkaárás hafi verið að ræða.

Grasse er bær rétt norður af Cannes á Miðjarðarhafsströnd Frakklands.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Erlent / Skotárás í skóla í franska bćnum Grasse
Fara efst