Erlent

Skotárás í bíóhúsi í Þýskalandi

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Af vettvangi í Viernheim.
Af vettvangi í Viernheim. Vísir/Getty
Vopnaður og grímuklæddur maður hóf skotárás inn í bíóhúsi í bænum Viernheim í Hessen í vesturhluta Þýskalands fyrr í dag. Frá þessu er greint á vef BBC.

Peter Beuth, innanríkisráðherra Hessen, segir að maðurinn hafi látið lífið í áhlaupi lögreglu. 

Enginn kvikmyndahúsagesta létust í árás mannsins, en fréttir hafa borist af því að einhverjir hafi verið fluttir á sjúkrahús eftir að hafa komist í tæri við táragas lögreglu.

Þýskir fjölmiðlar segja að svo virðist sem maðurinn hafi verið ringlaður þegar hann skot úr byssu sinni og hafi verið einn að verki.

Kinopolis í Viernheim.Vísir/Getty


Fjölmiðlar greina frá því að táragasi hafi verið beitt í aðgerðum lögreglu. 

Enn er óljóst hvers vegna maðurinn hóf skotárás, hvort þar hafi pólitískar skoðanir legið að baki eða hvort um tilraun til ráns hafi verið að ræða. 

Bíóhúsið er hluti af samstæðu þar sem eru yfir hundrað fyrirtæki. Gestir samstæðunnar eru um 20 þúsund á hverjum degi. Samstæðan er í Kinopolis bíóhúsasamstæðunni í Viernheim sem er nálægt Frankfurt. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×