Erlent

Skotárás á kennaraskóla í Nígeríu

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Boko Haram hefur staðið fyrir uppreisn í Nígeríu árið 2009. Hér má sjá flóttafólk sem flúið hefur samtökin.
Boko Haram hefur staðið fyrir uppreisn í Nígeríu árið 2009. Hér má sjá flóttafólk sem flúið hefur samtökin. Vísir/Getty
Skotárás var gerð á kennaraskóla í borginni Kano í Nígeríu og segja yfirvöld að 13 hafi látist. Talið er 34 til viðbótar hafi særst. BBC greinir frá.

Ekki er ljóst hver er ábyrgur fyrir árásinni en líklegt er talið að hryðjuverkahópurinn Boko Haram standi á bak við hana. Hópurinn hefur frá árinu 2009 staðið fyrir vopnaðri uppreisn og blóðugum átökum í Nígeríu.

Í maí 2013 lýsti Goodluck Jonathan, forseti Nígeríu, yfir neyðarástandi í norðurhluta landsins vegna stöðugra uppreisna Boko Haram á svæðinu. Hryðjuverkahópurinn hefur engu að síður staðið fyrir mörgum árásum það sem af er ári og hafa 2.000 óbreyttir borgarar látið lífið í þeim samkvæmt upplýsingum frá Human Rights Watch.

Skemmst er að minnast árásar hryðjuverkahópsins á skóla í apríl sl. þar sem 200 stúlkum var rænt. Þær eru enn í haldi Boko Haram.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×