Erlent

Skotárás á háskólasvæði í Osló

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Ekki liggur fyrir hvort atburðirnir tveir tengist.
Ekki liggur fyrir hvort atburðirnir tveir tengist. vísir/epa
Lögreglan í Osló er með mikinn viðbúnað umhverfis Oslóarháskólann í Noregi eftir að hlutur, sem talinn er svipa til sprengju, fannst á svæðinu í nótt. Stórt svæði hefur verið girt af og allt tiltækt lið verið kallað út.

Fyrr um nóttina var skotið á öryggisvörð svæðinu, en hann sakaði ekki alvarlega. Hann hafði séð tvo grunsamlega menn á vappi á háskólalóðinni og ákvað að gefa sig á tal við þá. Mennirnir hlupu þá á brott og öryggisvörðurinn á eftir, þegar annar þeirra sneri sér við og hleypti af fjórum til fimm skotum.

Mannanna er nú leitað en lögregluyfirvöld segjast ekki geta svarað til um hvort atburðir næturinnar tengist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×