Innlent

Skotar sjá mikil tækifæri í kylfingum frá Íslandi

Benedikt Bóas skrifar
Meira en 63 þúsund Íslendingar eru skráðir í golfklúbb.
Meira en 63 þúsund Íslendingar eru skráðir í golfklúbb. Vísir/Anton
Um tólf þúsund Íslendingar heimsækja Skotland á hverju ári og eyða alls að meðaltali um 8 milljónum punda eða um 1,1 milljarði króna á ári.

Þetta kemur fram í tölum hagstofu Skota sem sjá sér hag í því að lokka íslenska golfara til landsins.

Nýlega kom sendinefnd hingað til lands frá Aberdeen og hitti um fjörutíu ferðaþjónustuaðila til að benda á kosti landsins og héraðsins.

„Yfir 70 prósent Íslendinga fara til útlanda ár hvert og nú er verið að bjóða beint flug til Skotlands. Golf hefur lengi verið styrkleiki Aberdeen og það eru yfir 63 þúsund manns í golfklúbbum á Íslandi. Við sjáum mikil tækifæri þar,“ segir Jenni Fraser, sérfræðingur hjá Visit Aberdeen, við skoska blaðið Press and Journal.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×