Erlent

Skotar ráði tekjuskatti

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Nicola Sturgeon, fyrsti ráðherra skosku heimastjórnarinnar.
Nicola Sturgeon, fyrsti ráðherra skosku heimastjórnarinnar. Nordicphotos/AFP
Skoska þingið á að fá völd til þess að ákveða tekjuskattsprósentu í Skotlandi. Samkomulag tókst um þetta í gær í þingnefnd skoska heimastjórnarþingsins.

Smith-nefndin svonefnda fékk það hlutverk að leggja línurnar í sjálfstæðismálinu, eftir að Skotar felldu í þjóðaratkvæðagreiðslu í haust að segja sig úr lögum við Bretland.

Nefndina skipa fulltrúar allra flokka á skoska þinginu. Samkomulag náðist eftir Verkamannaflokkurinn féll frá andstöðu sinni við að skoska heimastjórnin fái ákvörðunarvald um tekjuskattsprósentuna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×