Erlent

Skotar leggja fram tillögu um nýja þjóðaratkvæðagreiðslu

Atli Ísleifsson skrifar
Nicola Sturgeon, forsætisráðherra skosku heimastjórnarinna.
Nicola Sturgeon, forsætisráðherra skosku heimastjórnarinna. Vísir/AFP
Nicola Sturgeon, forsætisráðherra skosku heimastjórnarinnar, staðfesti í morgun að frumvarp um nýja þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands verði lagt fram til umsagnar í næstu viku.

Sturgeon segist staðráðin í að láta Skota taka afstöðu til sjálfstæðis áður en Bretlands yfirgefur Evrópusambandið, sé slíkt nauðsynlegt til að vernda hagsmuni Skotlands.

Sturgeon greindi frá þessu á fundi Skoska þjóðarflokksins í morgun, en líta má á þetta sem fyrsta skref í átt að nýrri þjóðaratkvæðagreiðslu.

Búist er við að bresk stjórnvöld muni virkja 50. grein Lissabon-sáttmála ESB fyrir lok marsmánaðar 2017, sem þýðir að Bretland yfirgefur sambandið á fyrri hluta árs 2019.

Skotar höfnuðu sjálfstæði í þjóðaratkvæðagreiðslu í september 2014, þar sem 55 prósent kjósenda greiddu atkvæði gegn, en 45 prósent með.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×