Körfubolti

Skot sem er alls ekki fyrir lofthrædda körfuboltamenn | Myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Vísir/Samsett mynd
Síðustu vikur og mánuði hefur verið vinsælt að taka upp á myndband þegar menn setja niður körfuboltaskot úr ótrúlegustu færum.

Strákarnir í Harlem Globetrotters liðinu ákváðu að bætast í hóp þeirra sem skorað hafa körfu úr ótrúlegri hæð.

Liðsmaður Harlem Globetrotters náði reyndar ekki að bæta heimsmetið sem sett var á stíflu í Sviss á dögunum en skotið hjá þeim var engu að síður áhrifamikið.

Buckets Blakes úr Harlem Globetrotters liðinu ákvað að fara upp í Americas-turninn í San Antonio og hitta í körfu sem var komið niður á jörðinni. Americas-turninn er í 178 metra hæð.

Buckets Blakes þurfti að fá „húsvörð“ til að opna fyrir sér svo að hann kæmist alla leið upp og þá þurfti hann einnig að vera festur í teygju til að tryggja öryggi sitt.

Þetta skot var ekki fyrir lofthrædda körfuboltamenn og þá eiga lofthræddir eflaust erfitt með að horfa á myndbandið hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×