Erlent

Skoskum lögreglukonum leyft að bera hídjab

guðsteinn bjarnason skrifar
Lögreglukonur í London með hídjab um höfuðið. Fréttablaðið/EPA
Lögreglukonur í London með hídjab um höfuðið. Fréttablaðið/EPA
Yfirstjórn skosku lögreglunnar gaf í vikunni út heimild til þess að lögreglukonur beri hídjab, höfuðklút að hætti múslima, við störf sín.

Phil Gormley lögreglustjóri segir í tilkynningu að með þessu verði lögregluliðið hæfara til þess að sinna störfum sínum í samfélaginu.

Fahad Bashir, formaður félags skoskra lögreglumanna, segist sannfærður um að konur, sem eru íslamskrar trúar, muni nú frekar sækja í störf hjá lögreglunni.

Athygli vekur að ákvörðunin er tekin meðan umræða er í hámarki um að nokkrar borgir í Frakklandi hafa bannað konum að klæðast svokölluðum búrkiní-sundfötum.

Meira en áratugur er síðan lögreglan í London tók ákvörðun um að leyfa konum að klæðast höfuðbúnaði að hætti múslima.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×