Innlent

Skortur á heimilislæknum

Þorbjörn Þórðarson skrifar
Ekki hefur tekist að manna stöður heimilislækna á þriðjungi heilsugæslustöðva á höfuðborgarsvæðinu en skortur hefur verið á læknum um nokkra hríð.

Framkvæmdastjóri fjármála- og rekstrar hjá heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu segir að skoða þurfi sameiningar stöðva ef ekki takist að manna stöðurnar

Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu, sem er á vegum ríkisins, rekur 15 heilsugæslustöðvar en auk stöðva á vegum hennar eru tvær einkareknar stöðvar og 12 sjálfstætt starfandi heimilislæknar. Skortur hefur verið á heimilislæknum á höfuðborgarsvæðinu um nokkra hríð.

Vilhjálmur Ari Arason heimilislæknir fullyrt í grein sem hann birti á dögunum að staðan væri alvarleg.

„Ef Akureyringar gráta vegna þess að þar vantar nú 6 lækna eins og nýlega var í fréttum, að þá mega höfuðborgarbúar öskra eftir hjálpinni. Þar vantar nú yfir 60 heimilislækna og mikill atgervisflótti brostinn á meðal þeirra sem enn eru starfandi. Nú er svo komið að sumar heilsugæslustöðvar eru vart mannaðar læknum lengur," sagði Vilhjálmur Ari.

Jónas Guðmundsson framkvæmdastjóri fjármála- og rekstrar hjá heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu segir að ekki sé vitað hversu margir séu án heimilislæknis en verið sé að taka þessa tölfræði saman.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×