Viðskipti innlent

Skörp hækkun hlutabréfa í N1

ingvar haraldsson skrifar
Eggert Benedikt Guðmundsson mun láta af störfum sem forstjóri N1 og Eggert Þór Kristófersson, fjármálastjóri N1, mun taka við starfinu.
Eggert Benedikt Guðmundsson mun láta af störfum sem forstjóri N1 og Eggert Þór Kristófersson, fjármálastjóri N1, mun taka við starfinu. vísir/gva
Gengi hlutabréfa í N1 hefur hækkað um 4,36 prósent það sem af er degi í Kauphöll Íslands. Heildarvelta viðskipta hefur numið 476 milljónum króna. Hlutabréf í N1 hafa því hækkað um 9,5 prósent frá miðvikudeginum 18. febrúar.

Hækkunin kemur í kjölfar uppgjörs N1 í gær en hagnaður félagsins á síðasta ári nam 1,6 milljarði króna. Þrátt fyrir hagnaðinn sagði í afkomutilkynningu að þróun heimsmarkaðsverðs á olíu undir lok ársins hafi haft neikvæð áhrif á afkomu félagsins.

Þá var einnig tilkynnt um að Eggert Benedikt Guðmundsson myndi láta af störfum sem forstjóri N1 og Eggert Þór Kristófersson, fjármálastjóri N1, myndi taka við starfinu.


Tengdar fréttir

N1 hækkar um 2,5 prósent

Gengi bréfa í N1 hefur hækkað um 2,49 prósent í viðskiptum í Kauphöll Íslands í morgun. Nú klukkan 13:15 nemur veltan 286 milljónum króna.

Eggert Benedikt hættir hjá N1

Eggert Benedikt Guðmundsson hefur komist að samkomulagi við stjórn N1 um að hann láti af störfum hjá félaginu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×