Fótbolti

Skórinn sem tryggði HM titilinn seldur á uppboði

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Götze skorar sigurmarkið á HM
Götze skorar sigurmarkið á HM vísir/getty
Vinstri skór Mario Götze sem Þjóðverjinn skoraði sigurmarkið á heimsmeistaramótinu í fótbolta í Brasilíu í sumar með var seldur á uppboði í heimalandinu í gær á 2 milljónir evra.

Upphæðin mun renna óskert til hjálparsamtakanna ‚A Heart for Children‘.

Götze tryggði Þýskalandi 1-0 sigur á Argentínu í úrslitaleik HM með vinstri fótar skoti í framlenginu. Síðan þá hefur Götze hvorki þvegið skóinn né farið í hann aftur.

„Ég hef aldrei þvegið skóinn. Hann er eins og þegar ég klæddist honum síðast í Rio, þegar ég fór af leikvanginum með hann,“ sagði Götze.

„Það er enn gras á honum. Ég klæddist skónum aldrei aftur eftir úrslitaleikinn. Ég varðveitti hann heima hjá mér.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×