Viðskipti erlent

Skorið niður um fjögur þúsund störf hjá Deutsche

Sæunn Gísladóttir skrifar
Tilkynnt var um niðurskurð þúsund starfa hjá Deutsche Bank í dag.
Tilkynnt var um niðurskurð þúsund starfa hjá Deutsche Bank í dag. Vísir/Getty
Tilkynnt var um niðurskurð þúsund starfa í Þýskalandi hjá þýska bankarisanum Deutsche Bank í dag. Þessi niðurskurður bætist ofan á niðurskurð þrjú þúsund starfa í Þýskalandi. 

Niðurskurðurinn er liður í endurskipulagningu fyrirtækisins. Samtals verður skorið niður um níu þúsund störf á heimsvísu á komandi misserum. Vonast er til að bankinn geti orðið samkeppnishæfari með lægri rekstrarkostnaði.

Eins og Vísir hefur greint frá hefur Deutsche Bank átt í verulegum erfiðleikum síðustu vikur út af falli á hlutabréfaverði og því að standa frammi fyrir 14 milljarða dollara sekt, 1.600 milljarða króna sekt, af hálfu bandarískra stjórnvalda.

Markaðurinn hefur brugðist vel við fréttum af niðurskurði hjá bankanum og hefur gengi hlutabréfa hækkað um 0,4 prósent það sem af er degi.

 


Tengdar fréttir

Fall Deutsche hefði lítil áhrif á Íslandi

Ef allt fer á versta veg hjá þýska bankarisanum Deutsche Bank og bankinn fer á hausinn mun það líklega hafa lítil efnahagsleg áhrif á Íslandi, en einhver markaðsáhrif. Þetta er mat Guðjóns Á. Guðjónsson, forstöðumaður hlutabréfateymis Stefnis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×