Innlent

Skorar á nýjan ráðherra

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB
Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB Vísir
Formaður BSRB segir stjórnvöld hafa brugðist trausti opinberra starfsmanna þegar þau ákváðu að hunsa samkomulag sem gert var við samtök opinberra starfsmanna um lífeyrismál.

„Það tekur langan tíma og mikla vinnu að byggja upp traust en aðeins eitt augnablik að glata því niður. Hafi ný ríkisstjórn einhvern áhuga á því að auka efnahagslegan og félagslegan stöðugleika með því að bæta vinnubrögð við gerð kjarasamninga er ljóst hvert fyrsta skrefið þarf að vera,“ segir Elín Björg Jónsdóttir í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag.

Nýr fjármálaráðherra þurfi að koma í gegn breytingum á lögum um lífeyrismál opinberra starfsmanna. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×