Íslenski boltinn

Skoraði rúman helming marka ÍA í fyrra en er komin í Krikann

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Megan við undirritun samningsins.
Megan við undirritun samningsins. mynd/fh
Megan Dunnigan er gengin í raðir FH. Megan kemur frá ÍA sem hún hefur spilað með undanfarin tvö tímabil.

Megan, sem er 23 ára, skoraði sex mörk í 15 leikjum með ÍA í 1. deildinni sumarið 2015.

Í fyrra skoraði hún svo sex mörk í 18 leikjum í Pepsi-deildinni. Skagakonur skoruðu aðeins 11 mörk í fyrra svo Megan gerði rúman helming marka liðsins.

FH-liðið hefur styrkst nokkuð í vetur en áður voru markvörðurinn Lindsey Harris og kantmaðurinn Caroline Murray gengnar til liðs við Fimleikafélagið.

FH endaði í 6. sæti Pepsi-deildarinnar í fyrra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×