Fótbolti

Skoraði næstum því jafnmörg mörk með landsliðinu og með Blikum í ár

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Fanndís Friðriksdóttir.
Fanndís Friðriksdóttir. Mynd/KSÍ/Hilmar Þór
Fanndís Friðriksdóttir var á skotskónum með íslenska kvennalandsliðinu á árinu 2016 en sigurmark Fanndísar á móti Úsbekistan í dag var hennar fimmta landsliðsmark á árinu 2016.

Hér fyrir ofan og neðan má sjá myndir sem Hilmar Þór Guðmundsson Norðfjörð, fjölmiðlafulltrúi íslenska kvennalandsliðsins, tók af Fanndísi í leiknum á móti Úsbekistan í dag.

Fanndís hafði einnig skorað í 2-2 jafntefli á móti Kína og var því markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins á á Sincere Cup æfingamótinu í Chonqing í Kína.

Fanndís Friðriksdóttir var markadrottning Pepsi-deildar kvenna sumarið 2015 með 19 mörk í 18 leikjum en henni gekk ekki eins vel að skora í Pepsi-deildinni í ár.

Fanndís var þá með 6 mörk í 18 leikjum. Það munaði því bara einu marki að Fanndís næði að skora jafnmörg deildarmörk fyrir Blika og mörk fyrir íslenska landsliðið á árinu.

Fanndís lék 12 landsleiki á árinu 2016 og skoraði í þeim 5 mörk. Hún hafði mest áður skorað þrjú mörk á einu landsári og er samanlagt með 10 mörk í 76 landsleikjum.

Fanndís skoraði þó fleiri mörk með Blikum en þessi mörk í Pepsi-deildinni því hún var einnig með tvö mörk í bikarkeppninni og tvö mörk í Evrópukeppninni.

Mynd/KSÍ/Hilmar Þór
Mynd/KSÍ/Hilmar Þór
Mynd/KSÍ/Hilmar Þór
Mynd/KSÍ/Hilmar Þór
Mynd/KSÍ/Hilmar Þór
Mynd/KSÍ/Hilmar Þór



Fleiri fréttir

Sjá meira


×