Íslenski boltinn

Skoraði frábært mark í gær og fékk nýjan samning í dag

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Aron Sigurðarson framlengdi við Fjölni.
Aron Sigurðarson framlengdi við Fjölni. vísir/vilhelm
Aron Sigurðarson, framherji Fjölnis, skoraði eitt af mörkum ársins í Pepsi-deildinni í gærkvöldi þegar Valur og Fjölnir skildu jöfn, 3-3, í frábærum leik á Vodafone-vellinum.

Aron jafnaði leikinn í 1-1 með mögnuðu skoti í samskeytin nær, óverjandi fyrir Anton Ara Einarsson sem stóð vaktina í marki Vals fyrir Ingvar Þór Kale sem var veikur.



Fjölnismenn ætla ekki að missa þennan öfluga leikmann frá sér næsta haust en samningur hans átti að renna út eftir tímabilið.

Fjölnir er búinn að framlengja við Aron um eitt ár og er hann nú samningsbundinn Grafarvogsliðinu út leiktíðina 2016.

Auk Arons fékk bakvörðurinn Viðar Ari Jónsson nýjan samning og gildir hann, líkt og samningur Arons, út næstu leiktíð.

Báðir hafa verið í byrjunarliðinu í öllum fimm leikjum Fjölnis á leiktíðinni, en liðið er í fínum málum með átta stig eftir fimm umferðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×