Innlent

Skora á stjórnvöld að birta gjaldskrár og reglur

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Pjetur
Stjórn Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu skora á stjórnvöld að „birta strax nauðsynlegar reglugerðir og gjaldskrár til ákvörðunar greiðslna til hjúkrunarheimila“ Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá stjórn SFV. Þar sem segir að hún lýsi yfir mikilli óánægju með að í byrjun febrúar skuli ekki liggja fyrir hvaða greiðslur hjúkrunarheimili landsins munu fá á árinu.

„Stjórnendur hjúkrunarheimila, eins og aðrir rekstraraðilar, verða að geta gert sér grein fyrir því hverjar tekjur hjúkrunarheimilanna verða á árinu 2016 svo hægt sé að útbúa og fara eftir fjárhagsáætlunum,“ segir í Yfirlýsingunni.

Þá segir að það sé sérstaklega mikilvægt nú þar sem samið hafi verið við starfsstéttir hjúkrunarheimila um talsverðar launahækkanir í fyrra. Óljóst sé hvernig þær hækkanir muni skila sér í auknum greiðslum til hjúkrunarheimila.


Tengdar fréttir

Hjúkrunarheimilin vantar allt að tvo milljarða króna

Þungt hljóð var í stjórnendum hjúkrunarheimilanna í landinu á neyðarfundi sem haldinn var í dag vegna erfiðrar fjárhagsstöðu heimilanna. Þeir áætla að á þessu ári vanti allt að tvo milljarða króna til viðbótar í málaflokkinn svo hægt sé að koma í veg fyrir að skerða þurfi þjónustu við íbúana.

Nýju hjúkrunarheimili fagnað í Árborg

Bæjarstjóri Árborgar segir að um langa hríð hafi verið mikil þörf fyrir fjölgun hjúkrunarrýma og biðlistar í Árnessýslu verið langir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×