Körfubolti

Skór sem Jordan notaði í háskóla seldir á 4 milljónir

Jordan í leik með Tarheels.
Jordan í leik með Tarheels. vísir/getty
Minjagripir tengdir besta körfuboltamanni allra tíma, Michael Jordan, seljast enn vel.

Nú síðast seldust skór, sem Jordan spilaði í með North Carolina-háskólanum, á rúmar 4 milljónir króna.

Þetta eru bláir Converse-skór en leikmenn liðsins spiluðu í Converse á þessum tíma þar sem þjálfari liðsins, Dean Smith, var með samning við skóframleiðandann.

Converse reyndi að semja við Jordan er hann fór í NBA en tapaði þeim slag fyrir Nike. Enn í dag seljast 2,5 milljarðar skópara merktir Jordan á ári. Converse hefði líklega getað notað þá peninga.

Það hefur alltaf verið eftirspurn eftir skóm af Jordan. Skórnir sem hann spilaði í „flensuleiknum" árið 1997 seldust á rúmar 13 milljónir í fyrra.

Enn á eftir að selja Converse-skó sem Jordan notaði á ÓL árið 1984. Þeir verða væntanlega boðnir upp á næsta ári.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×