Innlent

Skopmyndateiknari Morgunblaðsins: Ákall til Eyglóar er fyndið

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Helgi Sigurðsson, skopmyndateiknari Morgunblaðsins, segir að það sé hægt að túlka umdeilda mynd sem birtist í blaðinu dag á margan hátt.

Honum þykir það fyndið að milljónir flóttamanna séu að ákalla Eygló Harðardóttur félagsmálaráðherra um hjálp.

„Fyrst og fremst er þetta skuggamynd af sökkvandi skipi. Það er ekki verið að sýna svart fólk eða hvítt fólk. Þetta er í rauninni mynd af Sýrlandi,“ segir Helgi um skopmyndina umdeildu.

Hann segir einnig að nýyrðið „helferðartúrismi,“ sem sjá mátti á skopmyndinni,  rímaði við velferðarkerfið.

„Ég vildi sýna „snapshot af þessu ástandi þar sem fólk er að flæða svona yfir. Þetta lítur svolítið út eins og túrismi, ef maður tekur þetta og yfirfærir á massatúrisma fólks sem er að fara í sólarlandaferðir. Þetta er yfirfærð merking.“

 Rætt var við Helga í þættinum Ísland í dag nú kvöld. Hægt er að sjá viðtalið við hann í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×