Innlent

Skóli, sundlaug og bókasafn í nýjasta hverfi borgarinnar

Bjarki Ármannsson skrifar
Mynd úr vinningstillögu.
Mynd úr vinningstillögu. Mynd/Reykjavíkurborg
Úrslit í hönnunarsamkeppni um samþættan leik- og grunnskóla auk íbúabyggðar í Úlfarsárdal í Grafarholti voru kynnt í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag. Skólinn verður jafnframt með aðstöðu fyrir frístundastarf, menningarmiðstöð, almenningsbókasafn, íþróttahús og sundlaug.

Höfundar vinningstillögunnar, sem sjá má á myndum með þessari frétt, er hópur frá VA arkitektum, Landmótun og Eflu verkfræðistofu. Í umsögn dómnefndar er styrkur tillögunnar sagður felast í „frjórri útfærslu útivistarsvæða og innirýma og innbyrðis tengslum þeirra.“ Fyrirhugaða mannvirkið er sagt „einstakt“ og það gera borgarhlutann „aðlaðandi og eftirsóknarverðan.“

Þjónusta mannvirkisins á að nýtast íbúum í Úlfarsárdal, Reynisvatnsási og Grafarholti. Áætluð heildarstærð byggingarinnar er um 15.500 fermetrar, þar af er skólinn áætlaður um 6.800 fermetrar. Íþróttahús fyrir Knattspyrnufélagið Fram áætlað um 5.600 fermetrar.

Alls voru 24 tillögur teknar til umfjöllunar hjá dómnefnd. Vinningstillagan verður til sýnis í Ráðhúsinu til 3. desember næstkomandi.

Mannvirkið í heild sinni.Mynd/Reykjavíkurborg
Skýringarmynd af sundlaugarsvæðinu.Mynd/Reykjavíkurborg
Skýringarmynd af mannvirkinu.Mynd/Reykjavíkurborg



Fleiri fréttir

Sjá meira


×