Erlent

Skólar opnaðir á ný í Brussel

Hermenn vakta verslunarmiðstöðina Galerie de la Reine í Brussel.
Hermenn vakta verslunarmiðstöðina Galerie de la Reine í Brussel. Fréttablaðið/EPA
Skólar og neðanjarðarlestakerfi Brusselborgar opna á ný í dag eftir fjögurra daga lokun vegna yfirvofandi hryðjuverkahættu. Hæsta viðbúnaðarstig er þó enn í gildi í belgísku höfuðborginni og eru hundruð vopnaðra lögreglu- og hermanna á varðbergi.

Yfirvöld óttast árás, líka þeirri sem gerð var í París á dögunum, þar sem 130 féllu og um 350 særðust. Sumir úr hópi hryðjuverkamannanna í París eru sagðir hafa verið frá Belgíu og þar á meðal sá sem enn gengur laus, Salah Abdeslam.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×