Erlent

Skólar byrja aftur á Gasa

ingvar haraldsson skrifar
Að minnsta kosti hálf milljón barna mætti aftur í skóla á Gasa í gær.
Að minnsta kosti hálf milljón barna mætti aftur í skóla á Gasa í gær. nordicphotos/afp
Skólahald hófst á ný á Gasa í gær eftir stríðsátökin sem stóðu í sumar. Athygli var sérstaklega beint að andlegu ástandi barnanna og var nemendum boðin sálfræðiaðstoð áður en hefðbundnar kennslustundir hófust.

Upphaf skólaársins dróst um nokkrar vikur vegna skemmda sem urðu á yfir 250 skólum á Gasa. Margar aðrar skólabyggingar á vegum Sameinuðu þjóðanna hafa verið nýttar fyrir flóttamenn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×