Skólamatur hćkkar í verđi

 
Innlent
06:00 21. JANÚAR 2016
Skólamatur hćkkar í verđi

Sveitarfélagið Skagafjörður er með lægsta verðið á skóladagvistun með hressingu og hádegismat, eða 22.953 krónur á mánuði. Hæsta verðið er hjá Garðabæ, 35.745 kr./mán., en það er 12.792 kr. verðmunur á mánuði eða 56%.

Verðlagseftirlit ASÍ kannaði breytingar á gjaldskrám fyrir skóladagvistun ásamt hressingu og hádegismat fyrir yngstu nemendur grunnskólanna hjá 15 fjölmennustu sveitarfélögum landsins. Ekki er tekið tillit til seðilgjalda eða annarra innheimtugjalda, sem leggjast ofan á gjöldin sem innheimt eru jafnvel í tvennu lagi. Einnig er oft í boði ávaxtastund og mjólkuráskrift á skólatíma sem er heldur ekki tekin með í samanburðinum.

Í könnuninni kemur fram að ­þrettán sveitarfélög af þeim fimmtán sem skoðuð voru hafa hækkað gjaldskrána fyrir hádegismat milli ára. Þá hafa tólf sveitarfélög af þeim fimmtán sem eru til skoðunar hækkað hjá sér gjaldskrána fyrir skóladagvistun með hressingu á milli ára.
Mjög misjafnt er hvað foreldrar þurfa að greiða fyrir hádegismatinn, en munurinn er allt að 43% á milli sveitarfélaganna. Hæsta gjaldið er hjá Ísafjarðarbæ en þar kostar máltíðin 480 kr. en lægsta gjaldið er 335 kr. hjá Akraneskaupstað sem er 145 kr. verðmunur.

Lægsta mánaðargjaldið fyrir skóladagvistun er í Vestmannaeyjum á 14.165 kr. Hæst er gjaldið 25.980 kr. hjá Garðabæ. Verðmunurinn er 11.815 kr. eða 83%. 


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Innlent / Skólamatur hćkkar í verđi
Fara efst