Erlent

Skólabörnin í Wales fundin

Krakkarnir voru ekki í fylgd með fullorðnum.
Krakkarnir voru ekki í fylgd með fullorðnum. vísir/getty
Skólabörnin tuttugu og sex, sem leitað var að í þjóðgarði í fjalllendi í Suður-Wales í dag eru fundin. Þau fundust heil á húfi í þjóðgarðinum á fimmta tímanum í kvöld.

Leitin að börnunum var afar umfangsmikil. Björgunarsveitir voru kallaðar út, ásamt lögreglu, upp úr hádegi í dag eftir að tilkynnt var um að börnin hefðu villst í þoku að tvö þeirra væru með einkenni ofkælingar. Öllum börnunum var komið undir læknishendur í kvöld og reyndust þau öll ómeidd og heil heilsu.

Börnin, sem eru á aldrinum 14 til 15 ára, eru frá Englandi og voru á þessu svæði í tengslum við ferli sem kennt er við hertogann af Edinborg. Það er röð þrauta sem unglingar þreyta til að gera þá færari um að takast á við fullorðinsárin. Björgunarsveitarmaður segir í samtali við Guardian að nokkuð algengt sé að börn villist á þessum slóðum og að björgunarsveitir þurfi að hafa uppi á þeim.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×