Innlent

Skólabækur lækka í verði milli ára

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Flestir bóksalar hafa lækkað verðið á bókum eða verðið stendur í stað.
Flestir bóksalar hafa lækkað verðið á bókum eða verðið stendur í stað. vísir/gva
Verð á tuttugu titlum skólabóka sem verðlagseftirlit ASÍ gerði könnun á hefur í meirihluta tilvika lækkað á milli ára.

Verslunin IÐNÚ hefur lækkað verð á næstum öllum titlum sem gerðar voru mælingar á.

Í A4 og Griffli hefur verð oftar lækkað en hækkað. Hjá Bóksölu Stúdenta og Forlaginu hefur verð í um helmingi tilvika staðið í stað á milli ára.

Eymundson er eini bóksali landsins sem hefur oftar hækkað verð en lækkað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×