Innlent

Skógræktarstjóri og forstjóri Hafró með yfir milljón

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Sigurður Guðjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar.
Sigurður Guðjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar. vísir/pjetur
Kjararáð úrskurðaði um laun skógræktarstjóra og forstjóra Hafrannsóknastofnunar undir lok janúarmánaðar. Laun beggja verða eftir ákvörðunina rúmlega milljón krónur.

Breytingar voru gerðar á stofnununum tveimur á síðasta ári. Skógræktin óskaði eftir því að laun stjórnanda stofnunarinnar yrðu endurskoðuð en í rökstuðningi var meðal annars bent á að til stæði að sameina Skógrækt ríkisins og ýmis landshlutaverkefni. Álag og vinna utan vinnutíma myndi aukast. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið óskaði eftir endurskoðun á launum forstjóra Hafrannsóknastofnunar sökum breytinga á lögum um stofnunina. Nokkur verkefni sem áður voru á könnu Veiðimálastofnunar voru færð undir Hafrannsóknastofnun. Var farið þess á leit við ráðið að það myndi endurskoða laun forstjórans.

Úrskurður kjararáðs var sá að mánaðarlaun forstjóra Hafrannsóknastofnunar yrðu 1.023.517 krónur auk 35 yfirvinnueininga. Launin verða því 1.356.962 krónur á mánuði. Ákvörðunin er afturvirk til 1. apríl 2016. Skógræktarstjóri fær 866.128 krónur á mánuði auk 25 yfirvinnueininga. Föst mánaðarlaun verða því 1.105.428 krónur. Sú ákvörðun er afturvirk til 1. júlí 2016.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.


Tengdar fréttir

Kjararáð ekki enn lækkað laun bankastjóra Íslandsbanka

Launakjör Birnu Einarsdóttur, bankastjóra Íslandsbanka, hafa ekki breyst þrátt fyrir að fyrirtækið sé búið að vera í eigu ríkisins í tæpt ár. Fær um 28 milljónum meira en ef kjararáð hefði úrskurðað á yfirtökudegi. Launin munu

Frumvarp um kjararáð samþykkt

Frumvarp Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um kjararáð var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum á Alþingi í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×