Innlent

Skóflustunga tekin á morgun fyrir bjórspa

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Úr bruggverksmiðju Kalda.
Úr bruggverksmiðju Kalda. vísir/pjetur
Bruggsmiðjan Kaldi mun taka fyrstu skóflustungu að fyrirhuguðum bjórböðum klukkan eitt á morgun. „Þetta er skemmtileg viðbót við afþreyinguna í Eyjafirði og einnig er þetta fyrsta bjórbaðið á Íslandi, ef ekki á öllum Norðurlöndunum,“ segir í fréttatilkynningu sem Kaldi sendi frá sér í gær.

Bjórböðin munu verða heilsulind Kalda þar sem hægt verður að baða sig í blöndu af bjór, vatni, humlum og geri. Stefnt er að því að heilsulindin verði opnuð í febrúar á næsta ári.

Bjórböð sem þetta eiga sér fordæmi í útlöndum, til að mynda í Tékklandi, en þangað fór Sigurður Bragi Ólafsson, bruggmeistari Kalda, til að kynna sér bjórböð. „Ég hef sjaldan verið eins mjúkur og fínn,“ sagði Sigurður í samtali við Bítið á Bylgjunni í ágúst. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×