Innlent

Skoða þarf lög um barnavernd

Jón Hákon Halldórsson skrifar
MST-teymin hafa verið starfrækt í tíu ár. Byrjað var á einu teymi með þremur starfsmönnum en nú eru tvö teymi með fjórum starfsmönnum.
MST-teymin hafa verið starfrækt í tíu ár. Byrjað var á einu teymi með þremur starfsmönnum en nú eru tvö teymi með fjórum starfsmönnum. vísir/getty
Það er kominn tími á heildarendurskoðun barnaverndarlaga, segir Steinunn Bergmann, félagsráðgjafi og sérfræðingur hjá Barnaverndarstofu.

Núgildandi barnaverndarlög eru frá árinu 2002. Steinunn segir margt breytt. Velta þurfi fyrir sér málum á borð við verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga í barnaverndarstarfi. Fækka þurfi barnaverndarumdæmum, sem eru 27 í dag, og stækka þau.

„Við erum enn með mjög lítil sveitarfélög og mjög fámenn barnaverndarumdæmi sem gerir sérhæft starf erfiðara þegar kemur að sérstökum úrræðum,“ segir Steinunn. Styrkja þurfi barnaverndarstarf. „Í lögunum er gert ráð fyrir að á bak við hvert barna­verndar­umdæmi þurfi að vera 1.500 íbúar. En það þyrftu að vera fleiri,“ bætir Steinunn við. Þarna þurfi að stíga fleiri skref.

Steinunn heldur erindi um helstu aðgerðir, sem stjórnvöld hafa gripið til í stuðningsskyni við börn og fjölskyldur þeirra síðastliðna áratugi, á ráðstefnunni Börnin okkar á Grand Hótel í dag. Hún segir að mikilvægasta skrefið í þróun barnaverndarstarfs hin síðari ár sé stofnun Barnaverndarstofu árið1995, stofnun Barnahúss í framhaldi þess og svo MST-meðferðarteymin sem hafa verið starfandi frá 2008.

Steinunn segir það skila meiru að veita börnum meðferð á heimilum þeirra en að taka þau úr umhverfi sínu og vísa þeim á heimili annars staðar fjarri heimahögunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×