Erlent

Skoða að banna allar fartölvur í farþegarými flugvéla til Bandaríkjanna

Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar
Donald Trump ásamt John Kelly.
Donald Trump ásamt John Kelly. Vísir/AFP
Yfirvöld í Bandaríkjunum skoða nú að banna öllum farþegum sem ferðast til og frá Bandaríkjunum að taka með sér fartölvur í farþegarými flugvéla. Farþegar verði því að skrá inn fartölvur sínar og öll rafmagnstæki sem eru stærri en snjallsímar, ásamt öðrum farangri. Guardian greinir frá.

Nú þegar er við gildi bann sem tók gildi í mars síðastliðinn og tekur til tíu landa sem flest öll eru staðsett í Mið-Austurlöndum en flug frá þeim löndum er um það bil 50 á dag. John Kelly, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, telur þetta mikilvægt skref í að koma í veg fyrir hryðjuverkaárásir. Þetta sé því, að mati ríkisstjórnar Trumps, stórt skref í átt að meira öryggi. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×