Innlent

Skjálfti yfir fimm stig gæti ræst eldfjallið

Kristján Már Unnarsson skrifar
Almannavarnir telja ennþá hættu á eldgosi frá Bárðarbungu og þótt ekkert bendi enn til þess að kvika sé á leið til yfirborðs hefur ógnin frá eldfjallinu sífellt víðtækari áhrif á samfélagið. Helstu tíðindi síðasta sólarhrings eru stærsti skjálftinn í hrinunni til þessa, upp á 4,7 stig, sem kom á miðnætti síðastliðna nótt.

Það hefur verið rifjað upp í tengslum við þessa hrinu að í eldsgosinu árið 1996, Gjálpargosinu, var það skjálfti upp á rúma fimm sem kom því gosi af stað. Ingi Þorleifur Bjarnason, jarðskjálfta- og jarðeðlisfræðingur á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands, telur að skjálfti af slíkri stærð geti orðið það sem tendri neistann í Bárðarbungu. 

„Aðalatriðið er að horfa eftir því ef skjálftarnir stækka, - skjálfti yfir fimm, - ég held að fólk ætti þá að vera í algerri viðbragðsstöðu,“ sagði Ingi Bjarnason í fréttum Stöðvar 2 í kvöld.


Tengdar fréttir

Sterkasti skjálftinn það sem af er var í nótt

Fjögur hundruð skjálftar við Bárðarbungu. Skjálfti uppá 4,7-4,8 stig. Skjálftavirkni við Bárðarbungu og Dyngjujökul er enn mikil. Þó dró nokkuð úr henni upp úr klukkan tvö í nótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×