Innlent

Skjálfti að stærð 3,4 í Bárðarbungu

Gissur Sigurðsson skrifar
Bárðarbunga er hæsti punkturinn á norðvesturhluta Vatnajökuls.
Bárðarbunga er hæsti punkturinn á norðvesturhluta Vatnajökuls. Vísir/Garðar
Jarðskjálfti, sem mældist 3,4 stig, varð í norðanverðri Bárðarbunguöskjunni laust fyrir klukkan hálf sjö í morgun.

Fáir eftirskjálftar hafa mælst enn sem komið er. Jarðvísindamenn sjá engin merki um gosóróa.

Að öðru leyti var nokkuð rólegt á öðrum þekktum skjálftasvæðum í nótt. Að frátöldum fyrrnefndum skjálfta og einum sem mældist 2,1 stig við Hábungu upp úr miðnætti hefur enginn skjálfti farið yfir 2 stig á landinu síðastliðna tvo sólarhringa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×