Erlent

Skjálfti 5,3 að stærð á Ítalíu

atli ísleifsson skrifar
Enn hafa engar fréttir borist af manntjóni eða mikilli eyðileggingu. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Enn hafa engar fréttir borist af manntjóni eða mikilli eyðileggingu. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Getty
Enn heldur jörð áfram að skjálfa á Ítalíu. Um klukkan 9:30 að íslenskum tíma mældist skjálfti, 5,3 að stærð, í miðju landsins og fannst hann vel í höfuðborginni Róm og héruðunum Lazio, Abruzzo og Marche.

Skjálftinn varð á um tíu kílómetra dýpi.

Ítalskir fjölmiðlar segja upptök skjálftans hafa verið um 110 kílómetrum norður af Róm og um 35 kílómetrum frá bænum l'Aquila sem varð illa úti í skjálfta árið 2009. Þá fórust á fjórða hundrað manna og fjölmargir slösuðust.

Í frétt Independent segir að enn hafi engar fréttir borist af manntjóni eða mikilli eyðileggingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×