Innlent

Skjálftavirkni lítil í nótt

Gissur Sigurðsson skrifar
Hér er Svava Björk Þorláksdóttir náttúruvársérfræðingur að handmæla fremur fúlt vatn í Múlakvísl í gærkvöldi.
Hér er Svava Björk Þorláksdóttir náttúruvársérfræðingur að handmæla fremur fúlt vatn í Múlakvísl í gærkvöldi. Veðurstofan/Njáll Fannar Reynisson
Lítil skjálftavirkni var á Kötlusvæðinu í nótt en Veðurstofan varar enn við gasmengun í grennd við Múlakvísl og enn er mikið rennsli í Bláfjallakvísl, sem rennur norður úr Mýrdalsjökli, og geta vöð verið varasöm.

Skjálfti upp á 3,8 stig varð í Bárðarbungu um miðjan dag í gær en síðan hefur verið rólegt á þvi svæði.


Tengdar fréttir

Engin merki sjást um yfirvofandi eldgos

Talsverð skjálftavirkni hefur verið í Kötluösku síðan í júní, sem Veðurstofa Íslands segir vera hefðbundna sumarhegðun Kötlu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×