Skjálftavirkni í vestanverđum Vatnajökli

 
Innlent
10:05 10. JANÚAR 2016
Bárđarbunga
Bárđarbunga VÍSIR

Tveir skjálftar að stærð 3,2 mældust í vestanverðum Vatnajökli í morgun. Sá fyrri mældist klukkan 05:18 í suðausturhluta Bárðarbunguöskju og þá mældist annar klukkan 08:46 um 7 kílómetrum norðaustur af Hamrinum.

Sá síðari er staðsettur á Lokahrygg um 4 km vestur af Vestari Skaftárkatli segir í skeyti frá náttúruvársérfræðingum Veðurstofunnar.


Grćnu stjörnurnar tvćr gefa til kynna skjálftanna í morgun.
Grćnu stjörnurnar tvćr gefa til kynna skjálftanna í morgun. VEĐURSTOFA ÍSLANDS

Þar hljóp síðast í júní síðastliðnum og olli litlu hlaupi í Skaftá. Skjálftinn er ekki talinn tengjast Vestari Skaftárkatli auk þess sem vísindamenn reikna ekki með að þar hafi safnast mikið vatn.

Þá mælast frostbrestir nú við Heklustöðvar, sér í lagi á Feðgum, en frost herti í nótt á svæðinu.

„Frostbrestir koma fram á jarðskjálftamælum sem stuttir atburðir (um 1 sek) með stutta bylgjulengd (>20 Hz),“ segir í skeyti sérfræðinganna sem bæta við að brestirnir séu óháðir kvikuhreyfingum. 


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Innlent / Skjálftavirkni í vestanverđum Vatnajökli
Fara efst