Bíó og sjónvarp

Skjaldborgarhátíðin: Hvað er svona merkilegt við það?

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Stilla úr Hvað er svona merkilegt við það?
Stilla úr Hvað er svona merkilegt við það?
Dagana 22. – 25. maí næstkomandi fer heimildamyndahátíðin Skjaldborg fram á Patreksfirði. Þetta er í níunda skipti sem hátíðin er haldin. Hátíðinni er ætlað að vera tækifæri fyrir íslenskt kvikmydagerðarfólk og áhugamenn um heimildarmyndir til að koma saman.

Dagskrá hátíðarinnar má sjá inn á ">Skjaldborg.com en að auki munum við á Vísi kynna nokkrar myndir sem verða til sýnis á hátíðinni. Í lok hátíðarinnar verður besta myndin valin af áhorfendum.

Önnur myndin sem Vísir bendir lesendum sínum á að líta á er kvikmyndin Hvað er svona merkilegt við það en henni er leikstýrt af Höllu Kristínu Einarsdóttur. Myndin segir frá sögu Kvennaframboðanna sem spruttu upp í kjölfar litríkrar og baráttu áttunda áratugarins.


Tengdar fréttir

Patró nafli heimsins

Skjaldborgarhátíðin, hátíð íslenskra heimildarmynda, verður að vanda á Patreksfirði um hvítasunnuhelgina og Hafsteinn Gunnar Sigurðsson, einn af upphafsmönnum hátíðarinnar, segir hana aldrei hafa verið eins eftirsótta og glæsilega.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×