Bíó og sjónvarp

Skjald­borgar­há­tíðin: Kitty von Sometime vill vera skrítin

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Úr myndinni Ég vil vera skrítin.
Úr myndinni Ég vil vera skrítin.
Dagana 22. – 25. maí næstkomandi fer heimildamyndahátíðin Skjaldborg fram á Patreksfirði. Þetta er í níunda skipti sem hátíðin er haldin. Hátíðinni er ætlað að vera tækifæri fyrir íslenskt kvikmydagerðarfólk og áhugamenn um heimildarmyndir til að koma saman.

Dagskrá hátíðarinnar má sjá inn á ">Skjaldborg.com en að auki munum við á Vísi kynna nokkrar myndir sem verða til sýnis á hátíðinni. Í lok hátíðarinnar verður besta myndin valin af áhorfendum.

Ein mynda hátíðarinnar er Ég vil vera skrítin eða I want to be weird upp á enskuna. Myndin fjallar um breska listamanninn Kitty Von-Sometime sem hefur búið á Íslandi í átta ár. Hún er þekktust fyrir verkefni sitt The Weird Girls Project sem er aðeins í boði fyrir konur. Leikstjóri myndarinnar er Brynja Dögg Friðriksdóttir.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×