Lífið

Skírnarsálmur til heiðurs nýfæddum nágranna uppskriftin að nýju lagi Ólafs Friðriks

Stefán Árni Pálsson skrifar
„Skírnarsálmur var saminn 16. júní sl. á fæðingardegi Stefáns Geirs Guðmundssonar, nágranna míns hér í Naustabryggjunni, og frumflutt við skírn hans á heimili foreldra hans, Guðmundar Geirs Sigurðssonar og Sigríðar Helgu Gunnarsdóttur,“ segir Ólafur F. Magnússon, fyrrverandi borgarstjóri, sem hefur vakið töluverða athygli undanfarin misseri á vettvangi tónlistar.

„Skírnarsálmur er 11. lagið sem ég gef út, en geisladiskurinn „Ég elska lífið,“ með 10 lögum kom út 3. ágúst sl. á 64 ára afmælisdaginn minn,“ segir Ólafur. 

Auk þess að semja lagið og ljóðið syngur Ólafur Skírnarsálminn undir styrkri stjórn söngkennara síns, Guðlaugar Drafnar Ólafsdóttur. Tónlistarmeistararnir Vilhjálmur Guðjónsson og Gunnar Þórðarson útsetja lagið og leikur Gunnar á gítar og Vilhjálmur á kontrabassa.

„Það er mikil náð að fá sendan til sín svona fallegan sálm, sem barst mér snemma morguns, daginn sem Stefán Geir fæddist. Það er ekki síður náð að fá að starfa með þeim listamönnum, sem áður eru nefndir og hafa auðgað líf mitt svo ríkulega,“ segir Ólafur.

„Ég er þakklátur og hamingjusamur.“

Lagið má heyra í spilaranum að ofan.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×