Innlent

Skipverjinn ekki lengur í einangrun

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Maðurinn sem situr í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur.
Maðurinn sem situr í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur. Vísir/GVA
Skipverjinn sem situr í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur verður látinn laus úr einangrun í dag. Þetta kemur fram á vef RÚV en þar er haft eftir Einari Guðberg Jónssyni, lögreglufulltrúa hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, að ekki sé lengur talið að maðurinn geti haft áhrif á rannsókn málsins og því sé ekki ástæða lengur til að hafa manninn áfram í einangrun.

Gæsluvarðhald yfir honum rennur út á fimmtudag og verður farið fram á áframhaldandi varðhald yfir honum en maðurinn hefur nú verið í haldi í tæpar sex vikur.

Páll Rúnar M. Kristjánsson, verjandi mannsins, gagnrýndi um helgina að honum væri haldið í einangrun. Sagðist hann ekki sjá nein rök fyrir því að halda manninum í einangrun vikum saman og sagði alltof mikið  um notkun einangrunarvistar.

Það er mín afstaða að hann ætti ekki að vera í einangrun [...] Ef það er afstaða dómstóla að hann eigi að vera í gæsluvarðhaldi þá er það bara afstaða dómstóla. En ég tel það algjörlega óásættanlegt að hann sé í einangrun. Ég hef ekki séð nein rök sem ég get fallist á,“ sagði Páll Rúnar í Vikulokunum á Rás 1 á laugardag.

Ekki náðist í lögregluna við vinnslu fréttarinnar.


Tengdar fréttir

Skipverjinn ekki verið yfirheyrður í rúma viku

Skipverjinn af grænlenska togaranum Polar Nanoq sem grunaður er um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur hefur ekkert verið yfirheyrður frá því á miðvikudaginn í seinustu viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×