Erlent

Skipuleggjandi árásanna í Mumbai tekinn af lífi

Atli Ísleifsson skrifar
Yakub Memon.
Yakub Memon. Vísir/AP
Yakub Memon, sem dæmdur var fyrir að hafa fjármagnað sprengjuárásirnar í indversku borginni Mumbai árið 1993, hefur verið tekinn af lífi.

Í frétt BBC kemur fram að Memon hafi verið hengdur í fangelsi í Nagpur í ríkinu Maharashtra í vesturhluta landsins.

257 manns létust í sprengingunum sem voru hugsaðar sem hefndarárás eftir að múslímar létust í mótmælaaðgerðum nokkrum mánuðum fyrr.

Til undantekninga heyrir að menn séu teknir af lífi á Indlandi og hefur þremur dauðadómum verið framfylgt í landinu frá árinu 2004.

Sprengjuárásirnar voru gerðar á nokkrum stöðum í Mumbai í mars 1993, þar á meðal í kauphöll borgarinnar, lúxushóteli og skrifstofum flugfélagsins Air India.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×