Íslenski boltinn

Skipulagðir glæpahópar ala upp leikmenn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Grínistinn Simon Brodkin mættir með peningabúnt á FIFA-fund.
Grínistinn Simon Brodkin mættir með peningabúnt á FIFA-fund. Vísir/Getty
Arnar Már Björgvinsson, knattspyrnumaður og laganemi, gerði lokaverkefni sitt um það að lög og reglur íslenskra íþróttasambanda taka ekki á hagræðingu á úrslitum íþróttaviðburða hér á landi.

Til eru fjölmargir aðilar sem ógna heilindum íþrótta með því að reyna að hagræða úrslitum leikja í hagnaðarskyni. Meðal þeirra eru skipulagðir glæpahópar, sem Arnar segir að teygi anga sína víða um heim.

„Samkvæmt minni rannsókn eru margir glæpahópar, sérstaklega í Austur-Evrópu, sem ná til leikmanna á meðan þeir eru ungir. Þeir sjá um þá, veita þeim uppihald og fæði og svo planta þeir leikmönnum hér og þar í Evrópu,“ segir Arnar. „Svo stjórna þeir hvað gerist.“

Mál sem kom upp í 2. deild karla rataði í fréttir í sumar. Félag í deildinni rak leikmann sem var grunaður um að hafa reynt að hagræða úrslitum í leik með óeðlilegri spilamennsku.

„Þessi leikmaður spilaði með fleiri liðum hér á landi og ég ræddi við fyrrum samherja hans. Þeir höfðu allir sömu sögu að segja – frábær leikmaður sem gerði stundum stórfurðulega hluti inni á vellinum,“ segir Arnar.

Umræddur leikmaður hefur ekki spilað hér á landi síðan þá en á að baki feril hér á landi sem spannar á annað hundrað leiki með sjö félögum yfir sjö ára tímabil. Ekkert var gert í máli hans eftir að hann var rekinn frá félaginu í sumar og mál hans rataði ekki á borð KSÍ.


Tengdar fréttir

Freistingin er mikil fyrir íslenska knattspyrnumenn

Knattspyrnumenn á Íslandi hafa í nokkrum mæli veðjað á úrslit eigin leikja. Engar sönnur hafa verið færðar á að úrslitum leikja hafi verið hagrætt hérlendis en freistingin til þess hjá íslensku knattspyrnufólki er mikil.

Íþróttir á Íslandi varnarlausar gegn hagræðingu úrslita

Lög og reglur íslenskra íþróttasambanda taka ekki á hagræðingu á úrslitum íþróttaviðburða hér á landi nema að afar litlu leyti. Arnar Már Björgvinsson, knattspyrnumaður og laganemi, gerði lokaverkefni sitt um þennan málaflokk og komst að því að Ísland er langt á eftir nágrannalöndunum hvað þetta varðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×