Innlent

Skipulag úr skorðum í verkfalli

sveinn arnarsson skrifar
Sjúkrahúsið á Akureyri. Sigurður E. Sigurðsson, framkvæmdastjóri lækninga, telur stöðuna versna eftir því sem líður á verkfallsaðgerðir.
Sjúkrahúsið á Akureyri. Sigurður E. Sigurðsson, framkvæmdastjóri lækninga, telur stöðuna versna eftir því sem líður á verkfallsaðgerðir. vísir/pjetur
Lífeindafræðingar, næringarfræðingar og ljósmæður fóru í verkfall á sjúkrahúsinu á Akureyri í gær vegna verkfallsaðgerða BHM.

Vegna verkfallsaðgerða þessara stétta voru valkvæðar aðgerðar ekki á dagskrá í dag svo verkfallið myndi ekki hafa í för með sér mikla röskun fyrir starfsemi sjúkrahússins.

Lífeindafræðingar gegna nokkuð mikilvægu hlutverki á sjúkrahúsinu. „Verkfall þeirra þýðir að við getum ekki lokið við, undirbúið eða innritað sjúklinga í stærri aðgerðir. Þær aðgerðir frestast sem ella hefðu átt að vera í gær,“ segir Sigurður E. Sigurðsson, framkvæmdastjóri lækninga við sjúkrahúsið.

Þó svo að dagleg starfsemi fari ekki mikið úr skorðum ýtir verkfallið á undan sér aðgerðum sem getur orðið að vandamáli þegar fram í sækir, að mati Sigurðar. „Ef fram heldur sem horfir þá eykst þrýstingurinn. Það sem má bíða í dag má kannski ekki bíða eftir einhvern tíma. Þannig hleðst upp í dagskrána okkar og ef verkfallið dregst þá munum við sjá meiri áhrif og þurfa þannig að óska eftir frekari undanþágum. Biðlistar í aðgerðir hjá okkur lengjast og eru þeir of langir nú þegar,“ segir Sigurður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×