Viðskipti innlent

Skiptum lokið á innheimtu- og ráðgjafarfyrirtæki Jóns Hilmars

Birgir Olgeirsson skrifar
Jón Hilmar Hallgrímsson.
Jón Hilmar Hallgrímsson. MYND/ Valli
Skiptum er lokið á þrotabúi fyrirtækisins Innheimta og ráðgjöf ehf. sem var í eigu Jóns Hilmars Hallgrímssonar. Frá þessu er greint í Lögbirtingarblaðinu en búið var tekið gjaldþrotaskipta 4. febrúar síðastliðinn.

Lýstar kröfur í búið námu 2,5 milljónum króna en engar eignar fundust í búinu og var skiptum í því lokið 17. apríl síðastliðinn.

Félagið skilaði síðast ársreikningi árið 2009 en þá var Jón Hilmar eini hluthafi fyrirtækisins. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu í júní árið 2013.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×