Innlent

Skipstjóri fékk áminningu vegna farþegafjölda í hvalaskoðun

Gissur Sigurðsson skrifar
Hvalaskoðun er vinsælt ferðamannasport hér á landi.
Hvalaskoðun er vinsælt ferðamannasport hér á landi.
Skipstjóri á litlum farþegabáti, sem notaður er til hvalaskoðunar, fékk í gær áminningu  þar sem of margir farþegar reyndust vera um borð.

Landhelgisgæslan hefur fengið ábendingar um að eitthvað sé um slíkt og er þessa dagana að kanna sannleiksgildi þeirra. Ekki er ljóst hvort, eða hvaða viðurlög eru við slíkum brotum og er áminning því látin duga, fyrst um sinn að minnsta kosti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×