Erlent

Skip sökk með 450 manns innanborðs

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Austurstjarnan sökk á þessum slóðum
Austurstjarnan sökk á þessum slóðum
Skip sem flutti rúmlega 450 manns sökk er það sigldi eftir Yangtze-ánni í suðurhluta Kína í kvöld.

Misvísandi upplýsingar hafa borist um árangur björgunarstarfa á svæðinu en þarlendir miðlar greina fá því að á bilinu 7 til 20 manns hafi verið bjargað en unnið er hörðum höndum að björgun hinna farþeganna.

Illviðri á svæðinu hamlar björgunarstörfum en að sögn skipstjórans og yfirvélstjóra sökk skipið er fellibylur varð á vegi þess.

Skipið, sem bar nafnið Austurstjarnan, var á leið frá borginni Nanjing á austurströnd landsins til Chongqing í suðvesturhluta Kína þegar það sökk.

Að minnsta kosti 405 farþegar og 47 áhafnarmeðlimir voru um borð. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×