Innlent

Skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás gegn barnsmóður sinni

Stefán Árni Pálsson og Samúel Karl Ólafsson skrifar
visir/gva
29 ára gamall karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun dæmdur í 90 daga fangelsi fyrir líkamsárás gegn barnsmóður sinni en dómurinn er skilorðsbundinn í þrjú ár. 

Maðurinn þarf einnig að greiða 250 þúsund krónur í miskabætur og þarf að greiða málskostnað.

Hann var ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás gegn barnsmóður sinni við Perluna í Öskjuhlíð í maí síðastliðnum. Áður hafði hann neitað sök í málinu.

Maðurinn mun hafa brotið hliðarrúðu bíls hennar, dregið hana úr bílnum, slegið hana ítrekað í andlit og höfuð, hrint henni í jörðina þar sem hún lá í jörðinni og sparkað ítrekað í andlit hennar og höfuð. Maðurinn gekkst við að hafa brotið rúðuna en segist ekki hafa ráðist á hana.

Af atlögunni hlaut konan mar og blæðingu við hvirfil og aftan á hnakka, sprungur á efri og neðri vör, bólgur og eymsli yfir nefi, eymsli undir vinstri kinnboga og yfir hægri kjálkalið, punktblæðingar á baki, mar við vinstra herðablað, á hægri síðu og framan á vinstri sköflungi og eymsli yfir vinstri ökkla og á hægra læri.

Brot mannsins telst varða við 2. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.


Tengdar fréttir

Neitar að hafa ráðist á barnsmóður sína

„Ég sé hann er mjög reiður og ég panikka. Ég reyni að læsa hurðinni og þá brýtur hann farþegarúðuna með olnboganum. Tekur þá í hárið mitt og kýlir mig á fullu. Lemur mig, hendir mér á húddið og heldur áfram að lemja mig og ég sparka í hann.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×