Innlent

Skilaði umslagi með 250 þúsund krónum á lögreglustöðina

Birgir Olgeirsson skrifar
Eigandinn er fundinn að þessu peningaumslagi.
Eigandinn er fundinn að þessu peningaumslagi. Vísir/Facebook
Eigandi peningaumslags sem lögreglan á Suðurnesjum auglýsti eftir fyrr í dag er fundinn. Á Facebook-síðu embættisins kom fram að heiðvirður borgari í Reykjanesbæ hefði skilað umslaginu á lögreglustöðina eftir að hafa fundið það á gangstétt í bænum. Lögreglan lýsti eftir eigandanum í kjölfarið og sagði hann þurfa að geta sannað eignarhald með því að segja hversu mikið væri í umslaginu.

Síðar reyndist ekki þörf á því. Í umslaginu fannst reikningsnóta með upplýsingum um kennitölu eigandans sem var að vonum sáttum þegar hann frétti af því að peningaumslagið væri komið í leitirnar. Það innihélt 250 þúsund krónur.

Rétt í þessu kom heiðvirður borgari með umslag, fullt af peningum, á lögreglustöðina. Umslagið fann þessi borgari á...

Posted by Lögreglustjórinn á Suðurnesjum on Tuesday, October 13, 2015

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×