Innlent

Skíðasvæðin opin víða um land í dag

Atli Ísleifsson skrifar
Opið er í Bláfjöllum í dag milli klukkan 10 og 17.
Opið er í Bláfjöllum í dag milli klukkan 10 og 17. Vísir/Vilhelm
Opið er á skíðasvæðunum í Bláfjöllum, Hlíðarfjalli á Akureyri, Siglufirði og Ísafirði í dag.

Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að opið sé í Bláfjöllum frá klukkan 10 til 17. „Á svæðinu er fínasta veður -4° og bjart.  Það blæs á toppnum en það mun lægja þegar kemur inná daginn. Nú er um að gera að mæta í fjöllin þar sem svo margir eru enn fastir í jólaundirbúningi.“

Á heimasíðu Hlíðarfjalls segir að opið sé milli klukkan 10 og 16 í dag, en sjá má úr vefmyndavél fjallsins hér.

Skíðasvæðið á Siglufirði verður opið í dag frá klukkan 11 til 16, veðrið 2 til 6 metrar á sekúndu, frostmark og léttskýjað. „Færið er troðinn þurr snjór flott færi fyrir alla.“

Í tilkynningu frá Ísafjarðarbæ segir að skíðasvæðið í Tungudal sé opið milli klukkan 10 og 16 í dag. Opið sé í byrjendalyftu og Sandfelli. Þá verður gönguskíðabraut gerð við Tungu klukkan 10. „Því miður næst ekki að opna uppá Seljalandsdal í morgunsárið en mögulega getum við fengið moksturstæki seinnipartinn. Veður er gott, norðvestan 6 m/s, hiti -1,2° .“

Þá er skíðasvæðið í Tindastól á Sauðárkróki opið í dag frá klukkan 11 til 16. „Veður kl 9:00 N 4m/s frost -2,5c og skýjað.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×