Innlent

Skíðasvæðið í Bláfjöllum opnað

Birgir Olgeirsson skrifar
Þessar stöllur voru mættar á opnunardegi Bláfjalla í fyrra.
Þessar stöllur voru mættar á opnunardegi Bláfjalla í fyrra. Vísir/VIlhelm
Skíðasvæðið í Bláfjöllum verður opið í dag frá klukkan 17 -21. Ekki verða þó allar lyfturnar í notkun því Kóngurinn er bilaður eftir að hafa orðið fyrir eldingu og einnig Töfrateppið. Drottningin, Kaðallinn og byrjendalyftur við Bláfjallaskála verða opnar í kvöld sem og lyftur á suðursvæði.

Það má búast við röðum í miðasölunni í kvöld og er fólk hvatt til að kaupa vetrarkortin eða dagpassa til að forðast þær. Göngubraut verður lögð kl. 15.

Rúta fer skv áætlun frá Olís Mjódd kl. 16:15 og frá Olís Norðlingaholti kl. 16:25




Fleiri fréttir

Sjá meira


×